English below.
Líffræðileg fjölbreytni Norðurlanda (The Nordic Biodiversity Framework) er samstarfsverkefni BIODICE sem nýlega fékk styrk (um 31 milljón ISK) frá Norræna vinnuhópnum um líffræðilega fjölbreytni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Megintilgangur verkefnisins er að styðja við innleiðingu á Kunming-Montreal samningnum um líffræðilega fjölbreytni á Norðurlöndunum.
Bakgrunnur og sýn
Viðfangsefni verkefnisins er tap á líffræðilegri fjölbreytni sem er eitt alvarlegasta vandamál okkar tíma. Árið 2022 skrifuðu 196 þjóðir, þar á meðal öll Norðurlöndin, undir Kunming-Montreal samninginn um líffræðilega fjölbreytni á COP15 ráðstefnu samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni. Sýn markmiðanna, sem eru mjög metnaðarfull, er heimur þar sem fólk lifir í sátt og samlyndi með og í náttúrunni. Meginmarkmið til ársins 2050 eru vernd og endurheimt líffræðilegrar fjölbreytni, sjálfbær nýting náttúruauðlinda, viðhald og efling vistkerfa og þeirri þjónustu sem þau veita, á sanngjarnan hátt fyrir alla. Einnig eru sértækari markmið sem ætlunin er að ná fyrir árið 2030.
Markmið
Verkefnið Líffræðileg fjölbreytni Norðurlanda snýst um að rannsaka stöðu og aðferðir Íslands, Danmerkur og Finnlands við innleiðingu ofangreinds samnings um líffræðilega fjölbreytni og styðja við það ferli með faglegum greiningum og tillögum. Þetta verður gert með markvissri upplýsingaöflun um líffræðilega fjölbreytni, stefnu, aðgerðir og árangur. Einnig verður komið á fót neti vísindamanna, sérfræðinga, stjórnvalda og hagsmunaaðila og haldnir formlegir vinnufundir og málþing. Með því að bera saman rannsóknir og stefnur þvert á Norðurlöndin þá geta þjóðirnar lært hver af annarri sem gagnast í þessari vinnu. Niðurstöður verkefnisins munu nýtast stjórnvöldum við innleiðingu á Kunming-Montreal samningnum um líffræðilega fjölbreytni.
Samstarfshópurinn
Verkefnið er samstarf sérfræðinga frá Íslandi, Danmörku og Finnlandi. Verkefnisstjóri er Skúli Skúlason hjá Náttúruminjasafni Íslands og Háskólanum á Hólum. Aðrir sem leiða verkefnið eru Katherine Richardson hjá Center for Macroecology, Evolution, and Climate hjá Globe Institute, Kaupmannahafnarháskóla í Danmörku og Hanna-Kaisa Lakka hjá Department of Biological and Environmental Sciences, Háskólanum í Jyväskylä í Finnlandi.
Aðrir samstarfsaðilar eru Carsten Rahbek og Lars Dinesen við Center for Macroecology, Evolution, and Climate hjá Globe Institute, Kaupmannahafnarháskóla í Danmörku, Ole Sandberg hjá Náttúruminjasafni Íslands og Háskóla Íslands, Ragnhildur Guðmundsdóttir hjá Náttúruminjasafni Íslands, Rannveig Magnúsdóttir hjá Náttúruminjasafni Íslands og Landvernd og K. Emily Knott og Katja Räsänen hjá Department of Biological and Environmental Sciences, Háskólanum í Jyväskylä í Finnlandi.
BIODICE leiðir verkefnið en það er samstarfsvettvangur stofnana, einstaklinga og fyrirtækja um eflingu þekkingar og skilnings á líffræðilegri fjölbreytni á Íslandi. Þar að auki er áhersla er lögð á eflingu rannsókna, menntunar og stefnumótunar á málefnum sem tengjast líffræðilegri fjölbreytni á Íslandi.
The Nordic Biodiversity Framework is a collaborative project that examines the implementation of the Kunming-Montreal global biodiversity framework targets in policy in the Nordic region. The project is funded by the Nordic working group for Biodiversity of the Nordic Council of Ministers and the total budget of the project for 2024 is about 1,5 DKK/31 million ISK.
Background and vision
The project addresses one of the most pressing issues of our times, the rapid loss of biodiversity. In 2022, 196 countries including all the Nordic countries, committed to the Kunming-Montreal global biodiversity framework (GBF) at the UN Convention on Biological Diversity (CBD) at COP15. The vision of the GBF is a world of living in harmony with nature where “by 2050, biodiversity is valued, conserved, restored and wisely used, maintaining ecosystem services, sustaining a healthy planet and delivering benefits essential for all people”. A number of specific targets are set for 2030.
Aims
The primary aim of the project is to evaluate and support the implementation of the GBF in the Nordic countries. The focus will be on compiling and interpreting existing knowledge on biodiversity and policy in the different countries and to establish a network of scientists, experts, policy makers and other stakeholders. This will be achieved through targeted information gathering and workshops. By comparing research and policies across the represented Nordic countries the goal is to learn from each other and create synergies that will be of mutual benefit for achieving the targets. These expected results in 2024 will support the national needs for realistic plans and actions for reaching the GBF targets.
The team
The team has members from Iceland, Finland, and Denmark. The project’s coordinator is Skúli Skúlason at the Icelandic Museum of Natural History and Hólar University in Iceland; and other leading members are Katherine Richardson at the Center for Macroecology, Evolution, and Climate (CMEC) at Globe Institute, University of Copenhagen in Denmark and Hanna-Kaisa Lakka at the Department of Biological and Environmental Sciences, University of Jyväskylä in Finland.
The other members are Carsten Rahbek and Lars Dinesen from the Center for Macroecology, Evolution, and Climate (CMEC) at Globe Institute, University of Copenhagen, Denmark, Ole Sandberg at the Icelandic Museum of Natural History and University of Iceland, Ragnhildur Guðmundsdóttir at the Icelandic Museum of Natural History, Rannveig Magnúsdóttir at the Icelandic Museum of Natural History and Landvernd, Iceland and K. Emily Knott and Katja Räsänen from the Department of Biological and Environmental Sciences, University of Jyväskylä Finland.
The project is hosted by BIODICE (Biodiversity in Iceland) which is a network of institutions (including universities and governmental research institutions) and individuals. BIODICE was established in Iceland with the objective to raise awareness, promote research, education, and support policy on biodiversity in Iceland.