Málþing um kvikmyndir og líffræðilega fjölbreytni

English below.

BIODICE, RIFF (Reykjavík International Film Festival) og Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands standa fyrir málþingi um hlutverk kvikmynda við vísindamiðlun þann 3. október 2023 í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 16.00-18.00.

Markmið málþingsins er að vekja athygli á því hve öflugur miðill listir og þá sérstaklega kvikmyndir geta verið þegar kemur að því að fræða um flókin hugtök í vísindum og koma áleiðis mikilvægum skilaboðum. Kvikmyndir og heimildamyndir eru þannig gagnleg verkfæri þegar koma þarf af stað vitundarvakningu um mikilvæg samfélagsleg málefni á borð við loftslagsbreytingar og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni.

Málþingið mun byrja á heiðrun og meistaraspjalli við Luc Jacquet, sem er heimsþekktur kvikmyndagerðarmaður og líffræðingur og hafa heimildarmyndir hans um loftslagsbreytingar og líf á Suðurskautslandinu snert marga áhorfendur og hjálpað til við að opna augu margra fyrir alvarlegum afleiðingum athafna mannanna á náttúruna.

Á málþinginu þann 3. október verður sjónum beint að verkum Lucs á Suðurheimskautinu og þau sett í samhengi við bráðnandi ís og tap á líffræðilegri fjölbreytni á norðurslóðum.

Myndir úr smiðju Luc verða sýndar á RIFF í ár; nýja myndin hans Antarctica Calling og hin gamalkunna March of the Penguins.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun veit Luc heiðursverðlaunin Græna Lundann fyrir framlag sitt til líffræðilegar fjölbreytni og loftslagsmála, að meistaraspjalli loknu.
Viðburðurinn er hluti af Hátíð líffræðilegrar fjölbreytni 2023 sem BIODICE stendur fyrir en markmið hátíðarinnar er að ná til sem flestra til að vekja athygli á hugtakinu líffræðileg fjölbreytni en hnignun hennar er ein af stærstu áskorunum samtímans.

Viðburðurinn er öllum opinn.

Dagskrá
16:00 Fundarstjóri setur málþingið
16:05 Meistaraspjall við Luc Jacquet
16:50 Heiðursviðurkenningin Græni lundinn veitt Luc Jacquet af Umhverfisráðherra
17:00 Pallborðsumræður
17:55 Málþingi slitið
Fundarstjóri: Sverrir Norland, rithöfundur

Í pallborði verða:

Luc Jacquet, kvikmyndagerðarmaður og líffræðingur
Andri Snær Magnason, rithöfundur
Hafdís Hanna Ægisdóttir, líffræðingur og forstöðukona Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands

Snorri Sigurðsson, sviðstjóri náttúruverndar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands
Unnur Björnsdóttir, Ungir umhverfissinnar


BIODICE, RIFF (Reykjavík International Film Festival) and the Sustainability Institute of the University of Iceland are hosting a symposium on the role of films in science communication on October 3rd in Reykjavík City Hall from 4 to 6 PM.

The aim of the symposium is to draw attention to how powerful a medium art and especially films can be when it comes to teaching people about complex concepts in science and conveying important information. Films and documentaries are useful tools when raising awareness about important social issues such as climate change and loss of biodiversity.

The symposium will begin with a masterclass with world-renowned French filmmaker and biologist Luc Jacquet, whose documentaries on climate change and life in Antarctica have touched audiences worldwide and helped open the eyes of many to the serious consequences that humans are having on nature.

The symposium will focus on Jacquet’s work in the Antarctic and put it in the context of melting ice and the loss of biodiversity in the Arctic.

Two films by Jacquet will be shown at this year’s RIFF: his newest film Antarctica Calling and the classic Academy Award-winner March of the Penguins.

Guðlaugur Þór Þórðarson, Minister of the Environment, Energy and Climate, will present Luc Jacquet with the Green Puffin environmental award for his contribution to biodiversity and climate issues, after the masterclass. Viðburðurinn er hluti af Hátíð líffræðilegrar fjölbreytni 2023 sem BIODICE stendur fyrir en markmið hátíðarinnar er að ná til sem flestra til að vekja athygli á hugtakinu líffræðileg fjölbreytni en hnignun hennar er ein af stærstu áskorunum samtímans.

The event is free of charge and open to everyone.

Schedule

16:00 The moderator opens the symposium

16:05 Masterclass with Luc Jacquet

16:50 The Minister of the Environment awards Luc Jacquet the Green Puffin

17:00 Panel discussions

17:55 The symposium finishes

Moderator: Sverrir Norland, writer