Kunming-Montréal stefnan um líffræðilega fjölbreytni – Global biodiversity framework (GBF)

Rammasamningur um líffræðilega fjölbreytni

Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni (CBD – e. Convention on Biological Diversity) inniheldur skilgreiningar og leiðbeiningar á hugtökum sem tengjast líffræðilegri fjölbreytni.

Kunming Montréal stefnan um líffræðilega fjölbreytni

Á COP-15 fundi CBD í desember 2022 var samþykkt ný metnaðarfull stefna: Kunming-Montréal stefnan um líffræðilega fjölbreytni (Global Biodiversity Framework – GBF), um verndun, sjálfbæra nýtingu og endurheimt líffræðilegrar fjölbreytni. Aðferðafræði vistkerfisnálgunar er þar lögð til grundvallar. Sýn stefnunnar, sem er mjög metnaðarfull, er heimur þar sem fólk lifir í sátt og samlyndi með og í náttúrunni. Yfirmarkmiðin fjögur, (e. goals) sem lýsa sýn samningsins til ársins 2050 eru að stöðva hrun líffræðilegrar fjölbreytni, endurheimta náttúru, tryggja sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda á landi og hafi, stuðla að jafnrétti við nýtingu náttúrunnar og að virkja fjármagn og önnur úrræði, á sanngjarnan hátt fyrir alla. Í stuttu máli að árið 2050 lifi mannkynið í sátt við náttúruna. Þá má finna 23 sértækari markmið (e. targets) innan samningsins sem eru aðgerðamiðuð og er stefnan að þau náist fyrir árið 2030.

Stefnan var samþykkt á COP-15 sem haldin var í Kanada í Montréal en er gjarnan einnig kennd við kínversku borgina Kunming þar sem stóð til að halda ráðstefnuna í október 2020. Það frestaðist þó vegna COVID19 en ákveðið var að endingu að halda ráðstefnuna árið 2022 og þá í Montréal.

BIODICE fékk leyfi hjá Vigdis Vandvik, sem er prófessor við Háskólann í Bergen Noregi, til að þýða þetta einfalda yfirlit yfir Kunming-Montreal stefnuna um líffræðilega fjölbreytni. Sjá einnig hér á ensku: