Grænbók um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa

English below.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur sett grænbók um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa til kynningar í Samráðsgátt stjórnvalda. Þar eru kynntar forsendur og hugmyndir fyrir nýja stefnumótun um aðgerðir til verndar líffræðilegri fjölbreytni á Íslandi í samræmi við lög um náttúruvernd og Samning sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni (CBD).

Í grænbókinni eru gerð grein fyrir tengslum og áhrifaþáttum stefnu fyrir líffræðilega fjölbreytni við aðra alþjóðlega samninga, lög og stefnur hér á landi. Eru þar settar fram fjórtán áherslur til umræðu sem snúa að verndun og endurheimt tegunda og vistkerfa, líffræðilegri fjölbreytni í annarri stefnumörkun, ágengum framandi tegundum, þekkingu og mótun, innleiðingu og eftirfylgni stefnu. Fjallað er um stöðu líffræðilegrar fjölbreytni og helstu beinu og óbeinu þætti sem hafa áhrif á verndun og þróun hennar alþjóðlega og hér á landi. Einnig er fjallað um drög að markmiðum samningsins og stefnu, sem og valkosti, framtíðarsýn og áherslur við stefnumótun fyrir Ísland um líffræðilega fjölbreytni.

Sækja skjal

Green book on the biological diversity of Icelandic ecosystems

The Ministry of the Environment, Energy and Climate has published a green book on the biological diversity of Icelandic ecosystems for presentation in the government’s Consultation Portal. It presents ideas for a new strategy for actions to protect biodiversity in Iceland in accordance with the law on nature conservation and the United Nations Convention on Biological Diversity (CBD).

The green book analyses the the policy for biological diversity in relation to other international agreements, laws and policies in this country. Fourteen priorities for discussion presented, which relate to the protection and restoration of species and ecosystems, biodiversity in other policies, invasive alien species, knowledge and formulation, implementation and follow-up of policies. The state of biological diversity and the main direct and indirect factors that affect its protection and development internationally and in Iceland are discussed. It also discusses the draft goals of the agreement and strategy, as well as options, future vision and priorities for policy-making for Iceland on biodiversity.

Download the Green book (pdf)