Viðtal við Skúla Skúlason í Bara bækur á Rás1 þann 18. maí 2024
Er brátt kominn tími til að kveðja genið? Það er stór spurning sem hvílir yfir í síðari hluta þessa þáttar. Öld gensins eftir Evelyn Fox Keller kom út í íslenskri þýðingu Kristjáns G. Arngrímssonar í Lærdómsritröð hins íslenska bókmenntafélags síðasta haust. Keller var einn fremsti vísindasagnfræðingur, heimspekingur og hugsuður samtímans sem nálgaðist vísindin af sterkri réttlætiskennd og heiðarleika. Skúli Skúlason líffræðingur og prófessor við háskólann á Hólum skrifar inngang að bókinni og kom í lok þáttar og sagði betur frá erfðavísindum á tímamótum.