22. maí. Alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni – International Day for Biodiversity

Þann 22. maí ár hvert er dagur líffræðilegrar fjölbreytni haldinn hátíðlegur og árið 2024 er engin undantekning. Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að vernda líffræðilega fjölbreytni. Hér verður hægt að skoða það helsta sem er í gangi og við tökum við ábendingum um viðburði og verkefni sem tengjast deginum.

The 22nd of May is the International Day for Biodiversity (IDB) and it has never been as important as now to preserve biodiversity in the world. Here we have collected events and projects in Iceland that celebrate the IBD 2024. Please contact us if you want to add an event to the list.


Landbúnaðarháskóli Íslands

Það verður opið hús þann 22. maí kl 14-17 í Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) á Hvanneyri þar sem hægt verður að skoða aðstöðu háskólans. LBHÍ tekur einnig þátt í alþjóðlegri áskorun sem kallast BioBlitz og er á vegum ICA, samtökum evrópska háskóla á sviði lífvísinda. Áskorunin, sem sett er upp sem keppni í að skrá sem flestar tegundir, stendur til 17. júní og geta allir tekið þátt. Með þessu vill skólinn vekja athygli á líffræðilegum fjölbreytileika og stuðla að aukinni náttúruupplifun fólks.


Landvernd

Grænfáninn og Landvernd hvetja kennara og nemendur að vinna verkefni tengd lífbreytileika/líffræðilegri fjölbreytni í tilefni dagsins og deila á sínum miðlum. Grænfáninn og Landvernd hafa þróað og búið til fjölmörg verkefni og námsefni sem tengjast lífbreytileika. Með því að nýta nýja hugtakabankann á síðunni má nálgast fræðslu á formi texta og myndbands um lífbreytileika og verkefni fyrir alla aldurshópa.


Náttúruminjasafn Íslands

Fróðleiksbrunnur er fræðsluvefur Náttúruminjasafns Íslands þar sem finna má fróðleik, leiki og þrautir tengda náttúrunni. Sérstök fræðsluleið fjallar meðal annars um líffræðilega fjölbreytni. Efnið hentar vel sem námsefni í grunn- og leikskólum en einnig fyrir fjölskyldur. Á Alþjóðlegum degi líffræðilegrar fjölbreytni er því tilvalið að nýta efni vefsins til fræðslu og leiks.