English below.
Eftir Ole Martin Sandberg, Náttúruminjasafn Íslands.
Árleg ráðstefna Vistfræðifélags Íslands var haldin á Laugarbakka í Miðfirði helgina 24.-25. mars 2023 í samstarfi við Selasetur Íslands á Hvammstanga og Norræna Vistfræðifélagið Oikos. Á ráðstefnunni voru 2 yfirlitsfyrirlestrar, 31 erindi og 12 veggspjöld. Framlög á ráðstefnunni voru fjölbreytt og fjölluðu um sérstöðu íslenskrar náttúru og mikilvægi þess að vernda hana. Nokkur stór innlend og erlend rannsóknarverkefni voru kynnt auk framlaga einstakra vísindamanna. Margar niðurstöðurnar voru kynntar af nemendum sem koma frá mörgum mismunandi löndum. Þetta sýnir ekki aðeins þá góðu menningu í vistfræði á Íslandi að lyfta nemendum upp og hvetja þá til að taka sviðsljósið, heldur endurspeglar þetta einnig víðtækan alþjóðlegan áhuga á að taka þátt í rannsóknum á íslenskri náttúru.
Eitt af stóru þemunum voru vandaðar rannsóknir á íslenskum vistkerfum – sérstaklega varðandi plöntur, endurheimt vistkerfa og jarðvegs. Þetta efni var meginefni opnunarfyrirlesturs prófessors í endurheimt vistkerfa við Landbúnaðarháskóla Íslands Ásu L. Aradóttur, sem og þátttakenda í rannsóknarverkefnunum Birkivist og Tundra Ecology auk nokkurra annarra. Þessir fyrirlestrar sýndu að ljóst er að íslenskt land er viðkvæmt, en hægt er að endurheimta jarðveg og plöntuvistkerfi með því að nota innlendar tegundir og styðja markvisst við náttúrulega uppbyggingu vistkerfa. Þetta sýnir að reynsla og sérfræðiþekking íslenska fræðasamfélagsins getur nýst til að efla þekkingu um allan heim, t.d. með nýju alþjóðlegu meistaranámi í vistheimt við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Annað þema var líffræðileg fjölbreytni og nauðsyn þess að huga betur að muni milli einstaklinga, afbrigða og stofna innan tegunda jafnt sem á milli tegunda. Fjallað var um þetta í erindi um heimspeki tegundahugtaksins í þróunarkenningunni og mikilvægi þess fyrir vistfræði, og í kynningum meðlima samstarfsvettvangsins BIODICE um niðurstöður vinnustofu um fjölbreytni innan tegunda á norðurslóðum og hvernig Ísland getur verið dæmi fyrir heiminn varðandi þetta efni. Þá var fyrirlestur sem lagði áherslu á hvers vegna það hefur hagnýtt gildi fyrir eftirlit með fiskstofni að taka tillit til fjölbreytni innan hans – fjölbreytni sem hægt er að horfa fram hjá ef við lítum á hann sem eina einsleita tegund.
Fjölbreytni innan tegunda er vel þekkt hjá íslenskum ferskvatnsfiskum sem hafa þróast í mismunandi afbrigði og stofna sem eru ólíkir í útliti og atferli vegna aðlögunar að umhverfi sínu. Nákvæmlega hvernig þetta ferli fer fram er enn rannsóknarefni eins og fjallað var um í nokkrum erindum frá fræðimönnum við Háskólann á Hólum og öðrum rannsóknastofnunum víða um land. Mikilvægt er að við skiljum og lærum að meta ferla fjölbreytni og aðlögunar vegna þess að þeir endurspegla náin og innbyrðis tengsl lífsforma og umhverfis þeirra. Þar sem loftslag breytist þurfum við öll að aðlagast breyttum aðstæðum og án fjölbreytni höfum við enga valkosti.
Annar aðalfyrirlesari var kanadíski dýrafræðingurinn April Hedd sem kynnti rannsóknir sínar á sjófuglum. Í kjölfarið komu erindi frá vísindamönnum á Íslandi sem rannsaka fæðuleitarhegðun sjófugla. Margir íslenskir fuglar eyða hluta ævi sinnar úti á hafinu eða í öðrum heimsálfum og verða því fyrir áhrifum af mörgum mismunandi þáttum í mörgum löndum sem og á alþjóðlegu yfirráðasvæði. Þetta þýðir að alþjóðleg samvinna og tenging fræðasviða er afar mikilvæg. Það undirstrikar líka að Ísland er nátengt umheiminum og það sem við gerum hér getur haft áhrif á umheiminn. Þetta felur í sér mikla ábyrgð hvort sem kemur að loftslagsbreytingum eða verndun líffræðilegrar fjölbreytni og vistkerfa.
Á ráðstefnunni var einnig rætt um mikilvægi samvinnu og samskipta. Við þurfum alþjóðlegt samstarf og samskipti og góð tengsl milli rannsóknastofnana innanlands sem og samstarf milli ólíkra fræðasviða – ekki bara líffræði- og vistfræði heldur einnig hugvísinda, félagsvísinda og lista. Til að vernda náttúruna þurfum við að virkja allri þekkingu sem við búum yfir. Vísindamenn þurfa að vera betri í að miðla rannsóknum okkar til almennings og stefnumótenda. Samstarf við aðrar fræðigreinar getur hjálpað til við það en við þurfum líka stuðning stofnana og sterka innviði. Enn fremur er mikilvægt að virða að vísindamenn eru ekki eina fólkið með viðeigandi þekkingu – t.d. eru heimamenn í beinum tengslum við umhverfi sitt og geta séð og skilið þær breytingar sem eru að gerast í vistkerfum þeirra. Mikilvægt er að við höfum aðgang að þessum upplýsingum og við deilum þekkingu og niðurstöðum okkar með staðbundnum hagaðilum. Heilbrigð stefna um náttúruvernd krefst þátttöku heimamanna í lýðræðislegum ferlum sem virða þarfir allra – manna jafnt sem náttúrunnar sem við erum hluti af.
Findings of the Icelandic Ecological Society’s Annual Conference: Ecosystem Restoration, Biodiversity, and Iceland’s Connection to the World
By Ole Martin Sandberg, the Icelandic Museum of Natural History.
The Icelandic Ecological Society’s annual conference was held at Laugarbakki in NV-Iceland during the weekend 24-25 March 2023 in collaboration with the Icelandic Seal Centre and the Nordic Society OIKOS. The conference had 2 keynote presentations, 31 scientific talks and 12 poster presentations. There was a wide range of presentations which showed the uniqueness of Icelandic nature and the importance of taking care of it. Several large national and international research projects as well as individual researchers were represented and many of the results were presented by students who come from many different countries. This not only shows that the ecological sciences in Iceland have a culture of lifting up students and encouraging them to take the spotlight but also that there is an interest from all around the world to participate in research on Icelandic nature.
One of the big themes was the importance of nuanced and careful research of Icelandic landscapes – particularly regarding plants, ecosystem restoration, and soil composition. This topic was analysed from different angles by the keynote speaker, Professor of Restoration Ecology at the Agricultural University of Iceland Ása L. Aradóttir, participants in the research projects Birkivist and Tundra Ecology as well as several others. It is clear from these presentations that Icelandic soil and plant ecosystems are delicate but that it is possible to restore topsoil and encourage plant growth using native species and non-intrusive methods that allow nature-based restoration of ecosystems. The Icelandic experiences and expertise can be used to promote knowledge in the rest of the world for example through the new international master programme in restoration ecology at the Agricultural University of Iceland.
Another theme was biodiversity and the need to pay more attention to the difference within species as well as between them. This was covered in a talk about philosophy of the species-concept in evolution theory and its relevance to ecology, and in presentations about the results from a workshop on within-species diversity in the Arctic region and how Iceland can be a case-study for the world regarding this topic by members of the collaboration platform BIODICE. An example was also presented of why this approach has practical value for Iceland in the management of fish stocks which requires knowledge about the different patterns of diversity within a fish population – differences that can be overlooked if we treat it as one homogenous species.
Diversity within species is also an important topic for Icelandic freshwater fishes which are well-documented to have evolved to have different morphs with different body shape, growth patterns and behaviours as a result of adaptation to their local environment. Exactly how this process takes place is still an ongoing matter of studies as discussed in several presentations from researchers at Hólar University and other research institutes around the country. It is important that we understand and appreciate the processes of diversification and adaptation because it shows the close connection and interdependence between lifeforms and their environment. As the climate changes we all need to adapt to changing conditions and without diversity we will have fewer options.
The second keynote speaker was the Canadian zoologist April Hedd who presented her work on tracking seabirds. This lecture was followed by presentations from local researchers in Iceland who study the migratory and foraging behaviour of birds. Many Icelandic birds spend part of their lives out on the ocean or on other continents, so they are affected by many different factors in diverse countries as well as in international territory. This means that international collaboration and cooperation between academic disciplines is of utmost importance. It also highlights that Iceland is intimately connected to the rest of the world and that what we do here can have an effect on the rest of the world. This gives us a great responsibility whether it comes to climate change or protection of biodiversity and ecosystems.
The conference also discussed the importance of collaboration and of communication. We need international collaboration and communication and relations between research institutes within Iceland as well as collaboration between different academic fields – not just the fields of biology and ecology but also with humanities, social sciences and art because in order to protect nature we need every tool. Scientists especially need to be better at communicating our research to the public and to policy makers. Collaboration with other disciplines can help with that but we also need institutional support and infrastructure. Furthermore, it is important to acknowledge that scientists are not the only people with relevant knowledge – we often depend on local people who have access to direct observations and can see the changes that are happening in their ecosystems. It is crucial to have access to this information and that we share our knowledge and findings with local stakeholders. Likewise, sound policy of nature protection requires engagement of the local population in democratic processes that respect the needs of everyone – humans as well as the nature we are part of.