Líffræðileg fjölbreytni í málaflokkum matvælaráðuneytisins

Í mars 2024 gerðu BIODICE og Matvælaráðuneytið (MAR) með sér samning um stöðumat á innleiðingu markmiða Kunming-Montréal stefnunnar fyrir verndun líffræðilegrar fjölbreytni (GBF) í málaflokkum matvælaráðuneytisins. Verkefnið snýst um að leggja mat á stöðu málaflokka MAR gagnvart markmiðum GBF þ.e. landbúnaðar, sjávarútvegs, lagareldis, landgræðslu og skógræktar og að greina hvort og hvernig unnið er að markmiðum GBF innan málaflokka MAR. Verkefnið er fjármagnað af Matvælaráðuneytinu og unnið samhliða verkefninu Líffræðileg fjölbreytni Norðulanda.

Vinnustofa um líffræðilega fjölbreytni sem haldin var 23. apríl 2024 var liður í þessu verkefni.