LÍFFRÆÐILEG FJÖLBREYTNI
Fjölbreytni meðal lífvera í margbreytilegu umhverfi, þar með töldum vistkerfum á landi, í sjó og vötnum, og í þeim vistfræðilegu kerfum sem þær eru hluti af. Þetta nær til fjölbreytni innan tegunda, milli tegunda og meðal vistkerfa. Í íslenskum lögum, s.s. lögum um náttúruvernd er „líffræðileg fjölbreytni“ notað um það sem á ensku heitir „biological diversity“ (stutt: biodiversity). Hugtakið hefur einnig verið þýtt sem líffræðilegur fjölbreytileiki, lífbreytileiki eða líffjölbreytni.
VISTKERFI
Samfélag lífvera (plöntur, dýr, sveppir, bakteríur og frumverur) og hið ólífræna umhverfi þeirra. Vistkerfi geta verið misstór en þau eru öll breytileg og kvik og virka sem starfræn heild.
VISTKERFISNÁLGUN
Samræmd notkun lands, lagar og lifandi auðlinda sem stuðlar að verndun og sjálfbærri nýtingu með jafnrétti að leiðarljósi. Beiting vistkerfisnálgunar5 styður við öll þrjú meginmarkmið aðildarríkja CBS-samningsins: verndun líffræðilegrar fjölbreytni, sjálfbæra nýting, sanngirni og jafnræði við nýtingu erfðaauðlinda. Frekari upplýsingar um vistkerfisnálgun má finna í greinargerð BIODICE í samstarfi við matvælaráðuneytið í október 2023.
KUNMING-MONTRÉAL STEFNAN UM LÍFFRÆÐILEGA FJÖLBREYTNI
e. The Kunming-Montreal Global Biodiversity Framework (GBF): Stefna aðildarríkja rammasamningsins um líffræðilega fjölbreytni (CBD) um verndun líffræðilegrar fjölbreytni, kennd við borgirnar Kunming og Montréal. Stefnan var samþykkt á COP15-ráðstefnunni í Montréal í Kanada í desember 2022 en er allajafna einnig kennd við kínversku borgina Kunming þar sem stóð til að halda ráðstefnuna í október 2020, sem fórst fyrir vegna Covid-faraldurins.
CBD
Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni (e. Convention on Biological Diversity). Í honum eru m.a. skilgreiningar og leiðbeiningar um hugtök sem tengjast líffræðilegri fjölbreytni.
IPBES
Milliríkjanefnd vísinda og stefnumótunar um líffræðilega fjölbreytni og vistkerfisþjónustu (skst. fyrir e. Intergovernmental Science-Policy Platform on Biodiversity and Ecosystem Services). Nefndin er sambærileg Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (e. Intergovernmental Panel on Climate Change, IPCC). Nefndin var stofnuð í Panamaborg 2012 og voru aðildarríki þá 94 en eru nú 145.
UNFCCC
Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (skst. fyrir e. United Nations Framework Convention on Climate Change). Með honum heita aðildarríkin að stöðva aukningu losunar gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum. Parísarsamkomulagið (e. The Paris Agreement); er loftslagsstefna sem samþykkt var á 21. ráðstefnu ríkjanna í París 2015, og tók við af Kýótóbókuninnni (e. Kyoto protocol) frá 1997, sem rann út árið 2020.14
COP
Ráðstefna aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna (skst. fyrir e. Conference of the Parties). Þær eru aðgreindar með númeri eða raðtölu. 16. ráðstefna CBD-ríkjanna, COP16, verður haldin í Cali í Kólumbíu í október 2024 og 29. ráðstefna UNFCCC-ríkjanna, COP29, í Bakú í Aserbaídsjan í nóvember 2024.