Arnar Pálsson og Stefán Gíslason í Samfélaginu á Rás 1, þann 23. maí 2024
Við stingum okkur á bólakaf í undirdjúp líffræðinnar með Arnari Pálssyni, erfðafræðingi hjá Háskóla Íslands. Hann ætlar að tala við okkur um vespur sem framleiða vírusa til að vernda afkvæmi sín. Svo heyrum við pistil frá Stefáni Gíslasyni umhverfisstjórnunarfræðingi. Að þessu sinni ætlar að hann að lesa okkur pistilinn í tilefni af alþjóðlegum degi líffræðilegrar fjölbreytni, sem var í gær. Stefán minnist á greinar sem birtust á Vísi daginn áður í tilefni dagsins og tók sérstaklega fyrir grein BIODICE þar sem sagt var frá verkefninu Líffræðileg fjölbreytni Norðurlanda og fyrstu vinnustofunni sem haldin var í apríl s.l.
Greinar sem birtust á Vísi þann 22. maí 2024 í tilefni dags líffræðilegrar fjölbreytni:
- Fögnum á degi líffræðilegrar fjölbreytni. Höfundar: Rannveig Magnúsdóttir, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Skúli Skúlason, Ole Sandberg og Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir
- Einföld og afgerandi skref í þágu líffræðilegrar fjölbreytni. Höfundur: Andrés Ingi Jónsson
- Sjókvíafúskið mikla. Höfundur: Rán Flygenring
- Í dag er dagur líffjölbreytileika. Höfundar: Hólmfríður Sigþórsdóttir og Álfhildur Leifsdóttir