BIODICE og Vistís 2023

English below.

Heil málstofa var tileinkuð líffræðilegri fjölbreytni og þar voru þrjú erindi á vegum BIODICE. Ole Sandberg heimspekingur flutti fyrsta erindið sem fjallaði um hvers vegna það getur verið varhugavert að einblína um of á tegund sem grunnmælistiku í vistfræðirannsóknum og náttúruvernd. Ragnhildur Guðmundsdóttir flutti annað erindið sem fjallaði um vinnustofu sem haldin var á vegum BIODICE, Háskólans á Hólum og Náttúruminjasafns Íslands í janúar síðastliðnum. Efni vinnustofunnar var innantegundna fjölbreytni og mikilvægi hennar á norðurslóðum. Vinnstofan var styrkt af Norðurslóðanetinu (e. International Arctic Science Committee). Skúli Skúlason flutti þriðja erindið sem fjallaði um það hvernig Ísland getur verið gott dæmi í hnattrænu samhengi varðandi hvernig við getum tekist á við verndun líffræðilegrar fjölbreytni.

Um síðustu helgi tók BIODICE þátt í árlegri ráðstefnu Vistfræðifélags Íslands. Ráðstefnan fór fram á Laugarbakka í Miðfirði á Hótel Laugarbakka.

Viljum við nota tækifærið og þakka skipuleggjendum kærlega fyrir okkur. Dagskráin var mjög áhugaverð og góðar umræður sem komu fram í kjölfarið.

Last weekend, BIODICE took part in the annual conference of the Ecological Society of Iceland. The conference took place in Laugarbakki in Miðfjörður at Hotel Laugarbakki.

An entire session was dedicated to biological diversity and there were three talks organized by BIODICE. Philosopher Ole Sandberg delivered the first talk, which discussed why it can be problematic to focus too much on species as a basic unit in ecological research and conservation. Ragnhildur Guðmundsdóttir delivered the second talk, which discussed a workshop organized by BIODICE, the University of Hólar and the Natural History Museum of Iceland last January. The topic of the workshop was intraspecies diversity and its importance in the Arctic. The workshop was sponsored by the International Arctic Science Committee. Skúli Skúlason delivered the third talk, which discussed how Iceland can be a good example in the global context regarding how we can deal with the protection of biological diversity.

We would like to take this opportunity to thank the organizers very much. The program was very interesting and good discussions ensued.