Í tengslum við málþingið „Náttúrusýn á 21. öldinni“ voru tekin þrjú viðtöl á RÚV við nokkra fyrirlesara.
Morgunvaktin, 14. apríl 2023: Skúli Skúlason, líffræðingur og prófessor við Háskólann á Hólum, er einn ræðumanna á málþinginu Náttúrusýn á 21. öldinni, og er það liður í Hátíð líffræðilegrar fjölbreytni. Skúli fór yfir hvað fellst í rofi á sambandi manns við náttúru og hvað það hefur haft í för með sér.
Morgunvaktin, 14. apríl 2023: Auður Aðalsteinsdóttir, doktor í bókmenntafræði og ritstjóri við Háskólaútgáfuna og Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, heimspekingur og dósent við listkennsludeild Listaháskóla Íslands flytja báðar erindi á málþingi með yfirskriftinni Náttúrusýn á 21 öldinni: fjölbreytni samfélags og náttúru. Málþingið er liður í Hátíð líffræðilegrar fjölbreytni, viðburðaröð BIODICE árið 2023, sem miðar að því að miðla sýn og þekkingu á fjölbreytni náttúru og menningar til samfélagsins á upplýsandi hátt. Rætt við Auði og Guðbjörgu um tengsl listar, umhverfis, náttúru og upplifana.
Morgunvaktin, 24. apríl 2023: Skúli Skúlason, líffræðingur og prófessor við Háskólann á Hólum, fjallaði um líffræðilega fjölbreytini en bæði dýrum og jurtum hefur fækkað mikið. Mikilvægt er að snúa þessari þróun við og segir Skúli að þar þurfi stjórnvöld að grípa inn og leggja lóð á vogarskálarnar ásamt almenningi og fræðasamfélaginu.