Vistkerfisnálgun

Ný stefna Samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni var samþykkt á aðildarríkjaþingi samningsins í desember 2022. Hún gengur undir heitinu Kunming-Montreal Global Biodiversity Framework eða GBF. Varðandi innleiðingu markmiða stefnunnar segir í texta samþykktarinnar að stefnan skuli innleidd með vistkerfisnálgun (e. ecosystem approach).

Vistkerfisnálgun er þegar stjórnun á notkun lands, lagar og lifandi auðlinda er samræmd og hvetur til verndunar og sjálfbærrar nýtingar með jafnrétti að leiðarljósi. Þess vegna styður beiting vistkerfisnálgunar við öll þrjú meginmarkmið aðildarþjóðanna: verndun líffræðilegrar fjölbreytni; sjálfbæra nýtingu og sanngirni og jafnræði við nýtingu erfðaauðlinda.


Málþing matvælaráðuneytis og BIODICE um vistkerfisnálgun


Mánudaginn 27. nóvember 2023 afhenti BIODICE Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra greinargerð um vistkerfisnálgun. Greinargerðin inniheldur samantekt og niðurstöður frá málþingi sem ráðuneytið og BIODICE stóðu fyrir 21. september síðastliðinn.

Hér er hægt að hlaða niður greinargerðinni. (English summary)

Download PDF

Mynd af vistkerfisnálgun: Natural England—ecosystem approach distillation and process. From: Ecosystems knowledge network (2016) and Porter et al. (2014)