Rannsóknir
Þrátt fyrir margvíslegar rannsóknir er þekking okkar á líffræðilegri fjölbreytni á Íslandi nokkuð gloppótt og á það meðal annars við um flokkunarheildir, einkenni vistkerfa og þróunarferli. Slíkur þekkingarskortur hindrar sjálfbæra nýtingu auðlinda og verndun líffræðilegrar fjölbreytni. Rannsóknir á líffræðilegri fjölbreytni á Íslandi þurfa því meðal annars að beinast að:
- A. Heildrænni langtímavöktun á líffræðilegri fjölbreytni
- B. Marglaga rannsóknum á líffræðilegri fjölbreytni frá einstaklingum til vistkerfa, sem taka til samsetningar líffræðilegrar fjölbreytni, ferla sem liggja til grundvallar sem og áhrifum fjölbreytninnar á eiginleika og þjónustu vistkerfa.
- C. Mati á hvernig landnýting hefur áhrif á líffræðilega fjölbreytni, og hvernig henni skuli stýrt.
- D. Alhliða skilningi á breytileika í svip- og arfgerðum innan tegunda, til að skilja þau ferli sem skapa og viðhalda breytileika innan og á milli tegunda.
- E. Opnum aðgangi erfða- og svipfarsgagna til að greina betur aðlögunarmöguleika lífvera á tímum umhverfisbreytinga.
VINNUHÓPUR UM RANNSÓKNIR: Christophe Pampoulie (HAFRÓ, formaður) Isabel C. Barrio (LbhÍ), Snæbjörn Pálsson (HÍ) og Valerie Maier (HÍ). Hlutverk hópsins er að veita yfirlit um rannsóknir á líffræðilegri fjölbreytni, sem og styðja og þróa rannsóknarverkefni á þessu sviði. Fyrsta verkefni hópsins hefur verið að byggja upp og halda utan um samvinnu við Evrópsku sameindalíffræðistofnunina European Molecular Biology Laboratory (EMBL) í tengslum við þeirra verkefni: Traversing European Coastlines (TREC 2022). Nánari upplýsingar veitir Chris Pampoulie (christophe.s.pampoulie@hafogvatn.is)
Yfirfærsla þekkingar (menntun)
Til að miðla mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni er þörf á samræmdu átaksverkefni til yfirfærslu á þekkingu til samfélagsins, svo sem:
- A. Samantekt á núverandi þekkingu og gögnum um líffræðilega fjölbreytni á Íslandi á öllum stigum.
- B. Aðgengilegar upplýsingar og kynningar á efni sem fjallar um líffræðilega fjölbreytni.
- C. Hvetja til samfélagslegra verkefna á sviði vísinda, halda vinnustofur og fyrirlestra.
- D. Styðja við kennslu í skólum og félagasamtökum.
- E. Styrkja og styðja við námskeið á háskólastigi sem fjalla um líffræðilega fjölbreytni og greina atvinnumöguleika á þessu sviði.
- F. Skipuleggja viðburði sem miða að því að breyta sambandi okkar við náttúruna.
VINNUHÓPUR UM MENNTUN: Ragnhildur Guðmundsdóttir (NMSÍ, formaður), Rannveig Magnúsdóttir (Landvernd) og Edda Elísabet Magnúsdóttir (HÍ). Þessi hópur leiðir fræðslu (kennslu) um líffræðilega fjölbreytni innan BIODICE samstarfsnetsins, með það markmið að efla kennslu um líffræðilega fjölbreytni á öllum stigum menntakerfisins. Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Guðmundsdóttir (ragnhildur.gudmundsdottir@nmsi.is).
Yfirfærsla þekkingar (til stefnumótunar)
Þörf er á að samræma og bæta stöðugt upplýsingar um líffræðilega fjölbreytni á Íslandi, og gera þær aðgengilegar og nothæfar til hvers kyns stefnumótunar. Það krefst m.a. eftirfarandi aðgerða:
- A. Byggja upp og styðja við innviði til að vakta líffræðilega fjölbreytni.
- B. Greina hvar þekkingu er ábótavant og styðja markvissar rannsóknir til að afla aukinnar þekkingar.
- C. Útbúa stjórnunarramma til verndunar líffræðilegrar fjölbreytni á öllum stigum, sem tekur tillit til aðstæðna hverju sinni.
- D. Byggja traust samtal milli vísindafólks og stjórnvalda þar sem niðurstöðum og ráðleggingum er komið skýrt á framfæri.
VINNUHÓPUR UM MÓTUN STEFNU VARÐANDI LÍFFRÆÐILEGA FJÖLBREYTNI: Snorri Sigurðsson (NÍ, formaður), Tómas Grétar Gunnarsson (HÍ), Bjarni Kristófer Kristjánsson (HH), Hafdís Hanna Ægisdóttir (HÍ), Inga Svala Jónsdóttir (HÍ), Ástrós Eva Ársælsdóttir (Ungum umhverfissinnum), Ragnhildur Guðmundsdóttir (NMSÍ) og Skúli Skúlason (HH & NMSÍ). Verkefni hópsins er að vinna að mótun öflugrar stefnu um líffræðilega fjölbreytni. Hópurinn vinnur náið með Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneyti til að byggja upp áhrifaríka opinbera stefnu. Nánari upplýsingar veitir Snorri Sigurðsson (snorri.sigurdsson@ni.is).