Halló krakkar, maurarnir eru mættir! – Spennandi sunnudagur

English below.

Viðtal í Morgunútvarpinu, 2. maí 2024 við Arnar Pálsson prófessor í lífupplýsingafræði og Ragnhildi Guðmundsdóttur sérfræðing hjá Náttúruminjasafni Íslands

Maurar eru stórkostleg dýr, þau eru félagsverur og byggja maurabú, þar sem allar systurnar hjálpast að við rekstur og að  búa til næstu kynslóð. Það sem fólki finnst kannski ekki alveg jafn stórkostlegt er að litlu lífseigu verurnar virðast hafa  komið sér vel fyrir hér á landi og eru hvergi á leið héðan í bráð. Arnar og Ragnhildur fara í saumana á þessum nýju landnemum Íslands og ræða um líffræðilega fjölbreytni í því samhengi.

Á Spennandi sunnudegi 5. maí milli kl. 14 og 16 verður skemmtilegur viðburður “Halló krakkar, maurarnir eru mættir!” á sýningu Náttúruminjasafnsins, Vatnið í náttúru Íslands á 2. hæð Perlunnar. Það kemur mörgum á óvart að maurar finnist í Reykjavík og víðar á Íslandi. Á þessum spennandi viðburði gefst fólki tækifæri til að kynnast þessum forvitnilegu dýrum, stöðu þeirra í vistkerfinu og hvað það þýðir fyrir lífríki Íslands að nú finnist þeir hér. Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Háskóla Íslands og líffræðinginn Marco Mancini en hann hefur stundað rannsóknir á maurum á Íslandi undanfarin ár.


On Sunday, 5th of May, from 14 to 16 there will be a family event about ants in Iceland at the museum’s exhibition, Water in Icelandic Nature on the 2nd floor of Perlan. Many are surprised that ants can be found in Reykjavik and elsewhere in Iceland. During this exciting event, guests will have the opportunity to get to know these creatures and their position in the ecosystem. The event is held in collaboration with the biologist Marco Mancini who has been researching ants in Iceland for the past few years.