Fréttir frá COP16

Dagana 21. október – 1. nóvember 2024 stendur yfir COP 16 ráðstefna CBD í Cali, Kólumbíu. Hér eru hlekkir á helstu fréttir frá ráðstefnunni.

COP RVK – Hátíð líffræðilegrar fjölbreytni og loftslagsaðgerða, HREKKJAVÖKUBALL LÍFVERANNA

Ungir umhverfissinnar blása til allsherjar hátíðar í tilefni COP16 og COP29, aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni og loftslagsbreytingar. Hvað þýðir þetta alltsaman? og hvað er hægt að gera?? Málþing, búningasmiðja ÝRÚRARÍ, listasýning, loftslagsvænn kvöldverður og hrekkjavökuball lífveranna 🐋🌸🦎🪱🐛🐳🐝🦭🦞🦑💙🦋🐌🕷🍄🪸🌻🕺🕺🕺Við höfum fengið til liðs við okkur stórkostleg systursamtök og fjöldan allan af aktívistum og listafólki til þess að taka þátt, því loftslagsaðgerðir og náttúruvernd GETA OG VERÐA að fara hönd í hönd 🤝🤝🤝

Stefna í málefnum Lands og skógar – Land og líf

Fífa Jónsdóttir er fulltrúi Lands og skógar í sendinefnd Íslands á COP16. Hún skrifar í Bændablaðið (bls 43): “Árið 2022 var stefnan Land og líf samþykkt en hún inniheldur framtíðarsýn málefna landgræðslu og skógræktar. Fjallað er um líffræðilega fjölbreytni sem afl til að efla virkni vistkerfa, þanþol og varðveislu landgæða fyrir komandi kynslóðir svo nokkur dæmi séu tekin. Vernd og endurheimt vistkerfa með líffræðilega fjölbreytni að leiðarljósi ætti að vera ein helsta aðgerðin gegn loftslagsvánni og fyrir framtíð samfélagsins.”

Samþætta verður aðgerðaáætlun fyrir loftslag og lífríki

Í að­gerðaráætl­un ís­lenskra stjórn­valda er varla minnst einu orði á samn­ing­inn um líf­fræði­lega fjöl­breytni, skrif­ar Þor­gerð­ur María Þor­bjarn­ar­dótt­ir, formað­ur Land­vernd­ar í Heimildina. Hún er stödd á ráð­stefnu samn­ings um líf­fræði­leg­an fjöl­breyti­leika í Kól­umb­íu. “Ég skynja áhugaleysi frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og ég hvet stjórnmálafólk í aðdraganda kosninganna að láta sig þetta mál varða. Loftslagsmálin verða ekki leyst með því að ganga á líffræðilegan fjölbreytileika eins og hann sé óþrjótandi. Samþætta verður aðgerðaáætlun fyrir loftslag og lífríki.”

Útvarpsinnslög Þorgerðar Maríu um COP16

Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, er stödd á COP16 í Kólumbíu. Hér má hlusta á þrjú fyrstu innslög hennar í Samfélaginu, þar sem hún fjallar um ferðalagið til Cali, setningu ráðstefnunnar og dvölina í þriðju stærstu borg Kólumbíu.